Hlutverk kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga
Kjaradeildir fylgjast með því að kjarasamningar á sínu fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði séu virtir og veitir stjórn Visku aðstoð við söfnun upplýsinga um kjör og stöðu félagsfólks.
Kjaraeildir vinna að því að styrkja stöðu síns félagsfólks og efla þekkingu þess á kjara- og réttindamálum. Stjórn Visku er heimilt að veita kjaradeild samningsumboð fyrir viðeigandi fagsvið, starfsvettvang eða landsvæði.
Kjaradeildin leggur áherslu á virka hagsmunagæslu og stefnumótun í kjaramálum í samstarfi við stjórn Visku. Hún vinnur að því að efla samskipti við félagsfólk með því að halda félagsfundi eða nýtir aðrar leiðir til að efla félagsfólk í að koma á mótun þeirra málefna sem deildin leggur áherslu á hverju sinni. Deildin stefnir að því að styrkja stöðu félagsfólks síns, efla faglegt starf innan bókasafns- og upplýsingafræða og leggur sitt af mörkum til þróunar og vaxtar Visku stéttarfélags.